Geðheilsuátak
Geðheilsuátaki Mental er ætlað að efla menningu geðheilbrigðis á vinnustað, skapa vitund um mikilvægi andlegrar heilsu, tryggja þekkingu og skilning starfsfólks og stjórnenda á þeim áskorunum sem til staðar eru og styrkja starfsfólk í samskiptahæfni ásamt því að setja mörk í lífi og starfi.
Með geðheilsuátaki stíga vinnustaðir mikilvægt skref í að nálgast málefni geðheilbrigðis með forvarnir fremur en viðbrögð (prevention over reaction) að leiðarljósi. Þannig geta vinnustaðir aukið framleiðni, dregið úr fjarvistum og stuðlað að aukinni helgun starfsfólks auk þess að byggja upp geðheilbrigt vinnuumhverfi.
Innifalið:
3 rafrænar fræðslur + leikir/viðburðir sem hægt er að nýta eftir hverja fræðslu fyrir sig
- Geðheilbrigði á vinnustað
- Uppskrift að góðri geðheilsu
- Samskipti og mörk
Verkfærakista fyrir stjórnendur
- gagnleg ráð
- fræðslu og greinar
- efni til dreifingar innan vinnustaðar
2 rafrænir fundir með Mental ráðgjafa
- 1 áður en átak hefst
- 1 eftir að átaki lýkur