3 fræðsluerindi
Stútfullur leikja og viðburðabanki
Geðheilbrigð ráð og ítarefni
Geðheilsuátakið samanstendur af þremur fösum þar sem hver fasi samanstendur af 30 mínútna fræðslu og viðburði, leik eða áskorun. Að auki fylgir ýmislegt stuðnings- og ítarefni með fyrir vinnustaði til að nýta sér. Upplýsingar um hvern fasa má sjá hér að neðan.
Geðheilbrigði á vinnustað
Fræðslunni er ætlað að vekja starfsfólk og stjórnendur til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað. Leitast er við að hvetja til og stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði og er fyrirlestur af þessu tagi frábært fyrsta skref í þá átt.
Hægt er að velja úr nokkrum hugmyndum að leikjum/viðburðum/áskorunum í kjölfar fræðslunnar sem allt hefur það að markmiði að opna enn frekar á umræðuna og styrkja tengsl starfsfólks og stjórnenda.
Uppskrift að góðri geðheilsu
Fræðslunni er ætlað að fræða einstaklinga og vekja til umhugsunar um mikilvægi þess að hlúa að eigin geðheilsu. Komið er inn á áhrifaríkar leiðir til að takast á við erfiðar tilfinningar á borð við streitu, kvíða, reiði og depurð og vinda ofan af okkur eftir erfiðan dag eða erfiða tíma, t.d. með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Að lokum er komið inn á hvernig við búum okkur til og virkjum eigin uppskrift að góðri geðheilsu.
Hægt er að velja úr nokkrum hugmyndum að leikjum/viðburðum/áskorunum í kjölfar fræðslunnar sem hafa það að markmiði að starfsfólk móti eigin uppskrift að góðri geðheilsu og nýti sér hana.
Samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk í lífi og starfi
Fræðsluerindinu er ætlað að vekja starfsfólk og stjórnendur til vitundar um hvað heilbrigð samskipti fela í sér, hvaða hlutverk hvert og eitt spilar í samskiptum, hvað felist í heilbrigðum samskiptum, hvernig sé best sé að bregðast við óæskilegri hegðun og setja mörk í samskiptum.
Hægt er að velja úr nokkrum hugmyndum að leikjum/viðburðum/áskorunum í kjölfar fræðslunnar sem allt hefur það að markmiði að styðja við samskiptafærni starfsfólks og getu/vitund til að að setja mörk, bæði sjálfu sér og öðrum.
Af hverju geðheilsuátak?
Að hvetja til og stuðla að vinnustaðamenningu sem einkennist af samkennd, stuðningi og skilningi fyrir andlegri líðan starfsfólks er mikilvægt skref í að tryggja geðheilbrigði á vinnustað og sálfélagslegt öryggi (ISO 45003:2021). Með því að setja andlegt heilbrigði starfsfólks í forgang geta fyrirtæki aukið framleiðni, dregið úr fjarveru og stuðlað að aukinni helgun starfsfólks.
Fyrsta skrefið er að standa fyrir öflugu og víðtæku geðheilsuátaki innan vinnustaða. Geðheilsuátak Mental svarar viðmiði 6 hjá Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunni og er mikilvægt skref í að styðja við vinnustaðamenningu sem einkennist af samkennd, stuðningi og skilningi.
Reynslusaga :
Geðheilsuátak Hrafnistu
Hrafnista nýtti sér þau bæði þau erindi og leikjabankann sem er að finna í rafrænu geðheilsuátaki Mental ráðgjafar. Um leið eru það þessi erindi sem eru okkar vinsælustu erindi.
Okkur hjá Mental ráðgjöf er umhugað um að veita faglega ráðgjöf með því markmiði að sérsníða átakið sem mest að þörfum hvers vinnustaðar.
Við hlökkum til að vera samferða þér og þínum vinnustað og styðja þannig við vöxt og heilsu starfsfólks.
Viltu kíkja örstutt á fræðslurnar?
Hér að neðan má sjá ör-búta úr þeim þremur fræðslum sem eru innan Geðheilsuátaksins.
Vert er að minnast á að inni í átakinu er hægt að hlaða niður fræðslunum með enskum texta og án.
Viltu taka skrefið í átt að geðheilbrigðari mannauði?
Heildarverð átaks, án afsláttar, er 610.000 ISK.
Með því að smella á og fylla út skráningarformið hér að neðan þá hefur þú þá þegar tekið mikilvægt skref í átt að geðheilbrigðari mannauði. Ef þú ert hins vegar óviss með að kaupa geðheilsuátakið þá getur þú bókað þér stuttan kynningarfund með Mental ráðgjafa, án endurgjalds og án nokkurrar skuldbindingar.
Hvað segja aðrir viðskiptavinir um vörur og þjónustu Mental?
Pósturinn
Pósturinn ákvað að styrkja stjórnendur í að bera kennsl á og stuðla að geðheilbrigði starfsfólks ásamt því að hlúa að sínu eigin. Vinnustofan Geðheilbrigðir stjórnendur er mikilvæg forvörn og styrkir stjórnendur í að koma í veg fyrir vanda, stuðla að geðheilbrigðu vinnuumhverfi og sjálfstraust í að vera fyrsta stoppið.
Sjálfstæðir skólar
Skólaumhverfið er krefjandi og mikilvægt að skólaumhverfið styðji við andlega heilsu starfsfólksins. Sjálfstæðir skólar vildu setja málið á dagskrá meðan sinna stjórnenda með erindinu Geðheilbrigði á vinnustað, sem er einmitt inni í rafræna átakinu undir heitinu Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?
Reykjavíkurborg
Eitt af stóru forvarnartækjunum sem Mental ráðgjöf er með í sínum fórum er Viðverustjórnun. Sé starfsfólk ekki við nægjanlega góða geðheilsu er þrautseigja þess minni og geta til að takast á við álagstíma eða krefjandi aðstæður dvínar. Með viðverustjórnun má bregðast við slíku með umhyggju að vopni og stuðla að bættri viðveru, starfsánægju og afköstum.